Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Feb 17, 2021

Tolli vann sem skógarhöggsmaður og á sjó þegar hann ákvað að láta reyna á myndlistina fyrir fullt og allt. Eftir að halda sýningu inn á kaffistofu dekkjaverkstæðis og selja myndir fyrir meira en árslaun sín lofaði hann sér að hafa í sig og á gegnum myndlistina það sem eftir er. Nú 30 árum síðar heldur Tolli enn í loforðið og ver bæði tíma sínum og orku í að hjálpa þeim sem minna mega sín að finna leiðina að bata í gegnum hugleiðslu og núvitund.