Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show

Sep 15, 2021

Í þættinum ræðum við feril Bjarna fyrir pólitíkina, fótboltann, lögfræðina, námið í þýskalandi og Ameríku, að verða faðir 21 árs gamall, maraþonhlaup og hvernig stjórnarslit komu í veg fyrir Berlínarmaraþonið, hvernig annasamasti maður landsins - áreittur úr öllum áttum - finnur tíma...


Sep 8, 2021

Martha Ernstsdóttir er fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa maraþon á Ólympíuleikunum og Íslandsmetin hennar í  5000m 10000m, hálfu maraþoni og heilu maraþoni standa ennþá  - og það nokkuð örugglega. Hér förum við yfir hörkuna sem Martha og langhlauparar búa yfir, feril og yfirburði Mörthu,...


Sep 1, 2021

“Ég get tekið undir það ég er alveg grjótharður gamli skólinn.”

 

Willum Þór ræsti skólagönguna 5 ára gamall, lék með yngri landsliðum í körfubolta, fótbolta og handbolta ásamt því að leika fyrir meistaraflokk KR í öllum þremur greinunum á sama tíma.

Kennari, þjálfari og...


Aug 25, 2021

Anníe Mist vann sér inn medalíu á CrossFit Games 2021, 10 mánuðum eftir barnsburð. Ótrúleg frammistaða eftir áratug í sportinu rakin, hugmyndin um að sleppa þessum heimsleikum bara, ákvörðunin að eignast barn, fjárhagur crossfittara, konur eru ekki litlir menn, hvernig konur eiga að nærast/æfa...


Jul 21, 2021

Birgir Jónsson er forstjóri PLAY Air en það er þriðja flugfélagið sem hann starfar fyrir. Rétt orðinn þrítugur var hann kominn í forstjórastól Iceland Express og þar áður bjó hann í Hong Kong sem svæðisstjóri Össur. Atvinnuferill Birgis er áhugaverður í ljósi þess að hann er menntaður sem...