Nov 13, 2019
Karen Axelsdóttir ákvað á einu djamminu að snúa blaðinu við og byrja að hreyfa sig með því að lofa sér í ólympíska þríþraut. Margar slíkar staðhæfingar hafa komið af vörum fólks eftir nokkra drykki á slíkum kvöldum en í staðinn fyrir að vakna með samviskubit yfir orðum sínum fór hún og keypti byrjendapakka þríþrautamannsins.
Ólympísk þríþraut samanstendur af 1,5km sundi, 40km
hjóli og 10km hlaupi. Önnur og töluvert vinsælli útfærsla af
þríþraut gengur undir nafninu IronMan. Hún er ekki fyrir hvern sem
er enda synda keppendur 3,8km í opnu vatni, hjóla 180km og
eyðileggja sig svo endanlega með því að hlaupa maraþon: 42,2
kílómetra.
Ekki nóg með að vinna Ólympísku þríþrautina, nokkrum árum seinna
kom Karen í mark í IronMan Austria á 9 klukkustundum og 24 mínútum,
nýju Íslandsmeti… karla og kvenna. Þess má geta að Karen var 31 árs
tveggja barna móðir þegar hún hóf æfingar.
Sagan af íþróttaferli hennar er ótrúlegur og hausinn sem þarf í svona íþrótt finnst ekki víða. Það kom því á óvart að heyra söguna af viðburðum sem Karen þurfti að takast á við seinna á ferlinum sem komust ekki nálægt erfiðleikastigi járnkarlsins að hennar sögn.