Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Apr 3, 2020

Gestir: Gauti Grétarsson, Baldur Kristjánsson, Bergþór Másson

00:00 - Inngangur og hringt í vin.

 

07:14 - Gauti Grétarsson er sjúkraþjálfari til 35 ára og veit manna best að sjúkraþjálfunaræfingar eru ekki sexý. Hann hefur þó gert þetta nógu lengi til að vita að grindarbotnsæfingar, djúpvöðvaæfingar og samhæfingaæfingar virka og sporna við öldrun líkamans. Ekki nóg með að kyrrsetan skerti hreyfigetu og rýri okkur þá eigum við í hættu á að klemma taugar sem hamla djúpri og heilbrigðri öndun.

 

33:13 - Baldur Kristjánsson, fyrrverandi yfirmaður minn og sá aðili sem kynnti mig fyrir Instagram. Við ræðum fyrstu dagana á gramminu og tilfinninguna sem fylgdi því að fá meira en 10 like, ferðalagið hans hringinn í kringum heiminn, ferðalag föður hans hringinn í kringum heiminn (Kristján Gíslason - þáttur #33) og ljósmyndasýninguna sem hann heldur úti í Instagram Stories þessa dagana.

 

59:25 - Bergþór Másson, umboðsmaður ClubDub, Bríetar og Birnis, heldur úti tveimur hlaðvörpum: Skoðanabræður og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Hann fór í S-Ameríku reisu og sótti svokallað silent retreat þar sem hann sagði ekki orð og hugleiddi í 10 daga.