Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show

Jan 30, 2019

Eftir að gefa út Tala saman og Leika fylgdi Floni velgengni sinni eftir með 9 laga plötu sem tók efstu 9 sætin yfir vinsælustu lög landsins á Spotify. Vinsældum Flona og vina hans í senunni fylgdi mikið umtal og núna, rúmlega ári síðar, gefur hún út sína aðra plötu: Floni II.


Jan 23, 2019

Síberíuferð, bókaútgáfu og hálfu ári síðar er RAX loksins kominn í þáttinn. Þetta er ein af mínum allra stærstu fyrirmyndum, ekki bara vegna þess hversu góður ljósmyndari hann er heldur er þetta einstaklingur sem hefur masterað það sem hann gerir best og ég sætti mig við það að geta...


Jan 16, 2019

Sölvi Tryggvason þurfti að þola alvarlegan heilsubrest fyrir áratugi og hefur unnið sig í átt að bættri heilsu síðan þá.
Hann gaf á dögunum út bókina “Á eigin skinni” þar sem hann fer yfir mjög víðtækar tilraunir á eigin hug og líkama til þess eins að líða betur.
Mataræði, hreyfing,...


Jan 9, 2019

Árni Björn fann sig á botninum, líkamlega og andlega þegar hann var orðinn 130 kíló og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Það liðu ekki nema 2 ár þegar hann fann sig standandi inn á íþróttaleikvangi í Los Angeles, þá sem keppandi í CrossFit.

Árni segir okkur frá þessari umbreytingu í...


Jan 3, 2019

Einar Hansberg reri 500 kílómetra til styrktar Kristínar Sifjar og fjölskyldu, sem missti manninn sinn fyrir eigin hendi undir lok árs 2018. Einar hefur áður fundið sér áskoranir sem þessa en það magnaða við þetta afrek er samhugurinn í þeim 550 manns sem lögðu Einar lið og reru með honum samtals 8...