Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 2, 2020

Haraldur Þorleifsson menntaði sig í viðskiptafræði, hagfræði, heimspeki og þróunarfræði en fór svo út til New York til að starfa sem hönnuður. Drykkjuvandamál leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi svo hann kom heim til þess eins að drekka meira. Þrátt fyrir drykkjuna tókst Halla að fá vinnu hjá DeCode og CCP og landa erlendum kúnnum á borð við Google. Hann ákvað að sjá hversu miklu hann kæmi í verk ef hann sleppti áfenginu og þénaði í kjölfarið milljón dollara á einu ári meðan hann ferðaðist um heiminn og hannaði fyrir tæknirisana í Kísildal. Þetta var grunnurinn að vefhönnunarfyrirtækinu Ueno sem hefur náð ævintýralegum vexti síðustu árin og þénað meira en 2 milljarða. Halli hefur á sama tíma þurft að takast á við persónuleg áföll gegnum allt sitt líf. 11 ára gamall missti hann móður sína í bílslysi og 25 ára gamall byrjaði hann að nota hjólastól vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Hann talar opinskátt um reynslu sína af áfengi, þunglyndislyfjum, sigrunum og ósigrunum í áttina að því að vinna fyrir fyrirtæki eins og Apple, Facebook, Twitter, PayPal, Google, WalMart og uppbyggingu Ueno.