Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 26, 2018

Í Nepal stendur hæsti tindur veraldar, 8.848 metrum yfir sjávarmáli. Allir hafa heyrt af heyrt af þessum tindi,  7 Íslendingar hafa klifið hann en aðeins 1 hefur farið norðurhlið fjallsins til að komast að honum.

Leifur Örn Svavarsson er fjallgöngumaður að guðs náð. Í gegnum tíðina hefur hann gengið á tindana 7 margoft, yfir Grænlandsjökul, stigið fæti á Norðurpólinn og Suðurpólinn, Peak Lenin í Kyrgiztan, Matchu Pitchu í Perú og undirbýr sig nú fyrir aðra ferð á topp Everest 2019.

Þó að gangan upp á Everest hljómi eins og spennandi ævintýri eru margar hættur sem fylgja svona ferðum en þess má geta að Leifur er nýkominn heim frá Nepal þar sem hann sótti líkamsleifar tveggja íslenskra fjallgöngumanna sem fórust á fjallinu Pumori fyrir þrjátíu árum.

Leifur segir okkur frá sinni reynslu af því að halda sönsum, vikum saman í rúmlega 6.000 metra hæð þar sem orkuleysi og einkenni háfjallaveiki láta finna fyrir sér, áður en nokkura klukkutíma rammi gefst til að láta reyna á lokahnykk fjallsins og komast upp á topp.