Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Oct 5, 2022

Fida flutti 16 ára gömul frá Palestínu til Íslands. Það var forgangsatriði fjölskyldunnar að þau myndu mennta sig en Fida komst stutt í námi eftir áratug af námsörðugleikum, þar til hún fékk greiningu á lesblindu. Þar eftir nældi hún sér í hverja gráðuna á fætur annarri og lauk námi í umhverfis- og orkutæknifræði. Lokaverkefnið hennar varð að fyrirtækinu sem hún stýrir nú í dag: GeoSilica.

Í þættinum ræðum við raunveruleika palestínskra barna, hvernig hermenn skjóta og handtaka börn þar í landi, að búa við hræðslu sem barn og hvernig það fylgir henni til dagsins í dag, að vilja frekar tilheyra heldur en að flytja í átt að öryggi, flutningana til Íslands, áskoranirnar sem mættu fjölskyldunni og rekstur fyrirtækisins sem hún stýrir í dag.