Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Mar 16, 2022

Aníta var einungis 24 ára gömul þegar hún landaði aðalhlutverki í Hollywood stórmyndinni Journey to the Center of the Earth. Í dag er hún flutt heim og hefur aðra sýn á glansmynd Hollywood-framleiðslunnar. Aníta ræðir agann sem henni tókst að beina í átt leiklistarinnar til að láta drauma sína rætast en á yngri árum kom þessi sami agi henni í lífshættu þegar hún var vistuð á BUGL vegna anorexíu, mikilvægi þess að flytja út, hömlurnar sem hún vissi ekki að hún væri með á sjálfri sér, Werner Herzog, aðdáun samnemenda á pabba sínum og nýjustu myndina hennar: Skjálfti.