Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Jul 7, 2021

Hafsteinn Ægir Geirsson er einn albesti hjólari landsins. Hann hefur unnið Bláa Lóns þrautina í fjallahjólreiðum 11 sinnum og er sömuleiðis margfaldur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Ekki nóg með að ná langt í hjólreiðum hefur hann farið á tvenna ólympíuleika í allt annarri íþrótt: siglingum. Hafsteinn segir okkur frá því hvernig hann fann sig í siglingunum sem ungur strákur, hætti í menntaskóla eftir lítinn stuðning frá skólastjóra, flutti til Suður-Frakklands, keppti á tvennum ólýmpíuleikum áður en hann yfirgaf íþróttina til að gerast Íslandsmeistari í annarri. Skiptin á milli íþrótta eiga við einhver rök að styðjast þar sem hann tók styrk í löppum, þrautseigju og brjálað keppnisskap með sér milli íþrótta.