Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Jun 16, 2021

Hvar viltu búa og hvað kostar þig að búa þar? Hvar er byggt og af hverju? Af hverju er freistandi að dúndra bara upp nýju úthverfi? Hvað geturu gert fyrir peninginn sem fer í bílinn þinn og hvers virði er tíminn þinn raunverulega? Borgarskipulag hefur víðtæk áhrif og skiptir sköpum þegar kemur að lýðheilsu þjóðar, loftgæðum og umhverfismálum.

Lóðaframboð, blönduð byggð, samgöngumátar, deiliskipulag, þétting byggðar og fleiri erfið, og að ég hélt óspennandi hugtök, eru hér útskýrð á mannamáli af Guðmundi Kristjáni Jónssyni, húsasmiði og skipulagsfræðingi.