Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Apr 28, 2021

Það kom líklega keppendum, dómurum og viðstöddum á óvart þegar það kom í ljós að 2. sætið á heimsmeistaramóti í súkkulaðigerð fór til ungs bakara frá litlu bakaríi í Mosfellsbæ á Íslandi og var 0,1% stiga frá sigursætinu - en ekki uppaldra belgískra súkkulaðigerðarmanna.

Hafliði kemur af ættum bakara og ákvað að sérhæfa sig í desert- og súkkulaðigerð. Leiðin til að skara fram úr fólst í því að lesa um fagið í gömlum uppskriftabókum og banka upp á hjá Jóa Fel og fá hann til að kenna sér.

Á umfangsmiklum og stórskemmtilegum ferli fékk Hafliði alvarlegt heilablóðfall og var sendur til Svíþjóðar í 8 klukkustunda aðgerð. Þrátt fyrir annað tækifæri til að snúa blaðinu við gerði Hafliði ekki mikið í sínum málum fyrr en nú, áratug síðar.