Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Apr 14, 2021

Veigar flutti ungur til Bandaríkjanna til að stunda tónlistarnám. Fljótlega fann hann sig fremstan meðal jafningja í suðupotti kvikmyndaframleiðslu heimsins: Hollywood.

Veigar semur tónlist fyrir stiklur (e. trailer) vinsælustu bíómynda heims, þar á meðal Star Wars, Batman Begins, Lord Of The Rings, The Joker og hefur gerst svo lánssamur að vinna með Steven Spielberg fyrir Ready Player One.

Á meðan ferillinn hans Veigar er draumi líkastur hefur mótlæti og áföll einkennt einkalíf hans og fjöskyldunnar en Veigar og konan hans misstu barn ung að aldri og nýlega gekkst hann undir aðgerð þar sem hann gaf konunni sinni nýra.

Lífsglaður, almennilegur og einstaklega vandaður maður sem margt er hægt að læra af.