Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Nov 25, 2020

Jón Arnór ruddi brautina í íslenskum körfubolta. Var valinn inn í landsliðið 17 ára gamall, komst inn í NBA deildina rétt rúmlega tvítugur og hefur spilað í þremur sterkustu deildum í heimi.

Jón hefur spilað fyrir lið um allan heim og gefur okkur meðal annars innsýn í lífið í Rússlandi þar sem mis-löglegir atburðir áttu sér stað og stjörnulífið í Róm þar sem hann og Totti prýddu Nike auglýsingar á torgum bæjarins. Lífið snerist samt um meira en peninga og á hápunkti ferilsins ákvað Jón að koma aftur heim sem var mikið gæfuspor í hans lífi.