Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Oct 4, 2019

Maður hlustaði á hann í Sprengjuhöllinni, fór á Mið-Ísland uppistand með honum, followaði á Snapchat, las pistlana hans í blaðinu, hlustaði á hann fíla lög í hlaðvarpsformi og nú les maður bækur um gervigreind og samfélagsrýni eftir hann.

Ég ætla ekki að bregða frá þeirri staðreynd að það er þokkalega yfirþyrmandi tilfinning að fá til sín gest sem er bráðgreindur, lögfræðimenntaður og hefur hæfileikann til að standa fyrir framan fullan sal af fólki og láta það hlæja, og ætla sér að ræða við hann um nýskrifaða bók sem kafar í málefni á borð við gervigreind, samfélagsmiðla, merkingu alls og nútímann almennt.