Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Jun 11, 2018

Arnar var nífaldur Íslandsmeistari í ýmsum halupum árið 2017. Hann var efnilegur körfuboltamaður sem sneri sér að hlaupum eftir að hafa fengið smjörþefinn af árangri á þeim vígvelli þegar hann hljóp sitt fyrsta maraþon, gegn vilja foreldra sinna, og sló óvart 30 ára gamalt íslandsmet í leiðinni.

Það reyndist auðvelt að fá Arnar til að tjá sig um hlaup og íþróttamannslífið, hann veit nákvæmlega um hvað hann er að tala og vill hafa ástæðu fyriröllu sem hann gerir.

Við töluðum um óhefðbundnar leiðir að bætingum eins og t.d. 50 klukkustunda föstuna sem Arnar kláraði rétt fyrir podcastið, markmiðasetningu, hvernig á að bæta sig, af hverju stærstu mistökin sem fólk gerir er að hlaupa of hratt þegar það fer út að hlaupa, að raka á sér lappirnar, hlaupa maraþon á nærbuxunum og hið sturlaða keppnisskap sem býr í manninum sem tekur flugvélina brosandi í mark þegar hann sigrar hin og þessi langhlaup.