Dec 8, 2021
Núverandi þjálfari Þýska landsliðsins og einn farsælasti handboltaþjálfari sem við Íslendingar eigum. Alfreð Gíslason hefur ekki ennþá komist að því af hverju hann er eins og hann er, áhugi er léleg lýsing á dellunum sem hann fær en metnaðurinn og vinnusemin í bland leiðir hann að ótrúlegum árangri. Sem dæmi tapaði Kiel ekki stökum leik árið 2012 þegar liðið vann Evrópudeildina, urðu Þýskalandsmeistarar þýskir bikarmeistarar - Alfreð var samt ekki sáttur. Þessum metnaði finnur hann ekki bara farveg í handboltanum, hann er forfallin sagnfræðiáhugamaður (og lærður sagnfræðingur), stundar garðrækt (ræktar yfir 170 ávaxtatré og rósartegundir) og ræktar og framleiðir sitt eigið hunang. Garðyrkjuna stundaði hann að krafti með Köru, besta vini, harðasta gagnrýnanda og eiginkonu Alfreðs til rúmlega 40 ára sem féll frá í maí síðastliðnum.