Dec 1, 2021
Peningar, fasteignir, gull, Bitcoin og Charizard í glansi eru allt sjaldgæfir hlutir en það sjaldgæfasta, og verðmætasta, sem þú munt nokkurn tímann eiga er tíminn þinn. Er skynsamlegt að skipta tímanum þínum, sem þú munt aldrei eignast meira af, fyrir gjaldmiðil sem rýrnar í virði? Hvað ertu að borga fyrir það að kynna þér ekki þín eigin fjármál og hvers virði eru bestu ár lífs þíns?
Kristján Ingi er fyrrverandi formaður rafmyntaráðs og þessi þáttur fjallar um hans sín á hagkerfið, hvaða vandamál rafmyntir leysa, hvort það sé eðlileg krafa að fólk kunni að fjárfesta, af hverju kerfið er sett þannig upp að ég vilji eyða pening og hvort eru fasteignir að hækka í virði eða peningurinn sem þú vannst þér inn að lækka í virði?