Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Jun 23, 2021

Kennarasonurinn úr Breiðholtinu sem æfði badminton, kláraði menntaskólann á 5 árum, mætti ekki á böll og lærði sagnfræði í háskólanum til þess að sinna þeirri köllun sem hann fann hjá sér til að kenna menntskælingum sögu. Allt kom fyrir ekki, Ármann Þorvaldsson rataði inn fyrir dyr Kaupþings sem breyttist úr smáfyrirtæki í langöflugasta og verðmætasta fyrirtæki landsins á skömmum tíma. Sagan endar ekki þar eins og flestir vita, Kaupþing átti sinn hlut í hruninu og við fáum að heyra af þessum uppgangi og endalokum Kaupþings frá Ármanni sjálfum.