Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


May 21, 2021

Maðurinn sem varði vítið frá Messi og leikstýrði tónlistarmyndbandinu við 5 ár Richter með Nylon. Hannes á ekki hefðbundna sögu atvinnuíþróttamanns sem byrjar ungur að æfa og vex svo í íþróttinni. Íþróttaferillinn vék um tíma fyrir leikstjóraferlinum þar sem Hannes leikstýrði meðal annars Atvinnumönnunum okkar. Í einum þættinum er fylgt eftir Eiði Smára Guðjohnsen og þó enginn viðstaddur hefði trúað því á þeim tíma þá enda leikstjórinn og fótboltagoðsögnin saman sem herbergisfélagar á stærsta íþróttamóti Íslandssögunnar nokkrum árum síðar. Eftir HM flyst Hannes út til Aserbaídsjan en alvarlegt bílslys setti lit sinn á dvölina úti.