Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Mar 10, 2021

Þegar engar góðar barnabækur voru í boði fyrir börn Yrsu tók hún sig til og skrifaði eina slíka sjálf. Nokkrum árum seinna, starfandi sem verkfræðingur, finnur hún tíma aflögu á þáverandi vinnustað sínum, Kárahnjúkum, og hristir fram handritið af Þriðja tákninu til þess að stimpla sig inn sem vinsælasta rithöfund landsins.

Yrsa fer hér yfir þörf mannsins til að skapa eitthvað, efann sem læðist að sköpurum, að fara upp á við en ekki niður, hvernig verkfræðiheilinn hjálpar við handritagerð, af hverju hún heldur áfram að starfa sem verkfræðingur þrátt fyrir fjárhagslegan stöðugleika í skrifunum og bölvunina sem fylgir því að horfa á sjónvarpsefni og fatta plottið strax.