Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Feb 24, 2021

Hvers vegna er það að hamla þér að taka of mikið á því? Hvernig veistu hvort líkaminn sé úthvíldur eða útkeyrður? Er grunn og ör öndun að halda aftur af þér? Hvernig eykuru hlutfall fitubrennslu á móti kolvetnabruna í líkamanum og af hverju skiptir það máli?

Sigurður Ragnarsson er útpældur og ofurþjálfaður íþróttamaður með verkfræðilega nálgun á sína íþrótt. Þegar maður setur 25-30 klukkustundir á viku í æfingar er eins gott að tímanum sé vel varið. Siggi hefur bestað ferlið og fer hér yfir heilsutengda hluti sem almenningur getur nýtt sér til að auka hreysti, langlífi, úthald og almenna heilsu.

Árangurinn leynir sér ekki, Siggi hefur verið valinn þríþrautarmaður ársins síðustu 3 árins ásamt því að vera bikar- og Íslandsmeistari. Besti árangur hans í atvinnumannaflokki í hálfum IronMan er 8. sæti í Finnlandi 2019 á tímanum 4 klst og 3 mínútur.

Þið finnið Sigga á Instagram @sigurdurragnars_tri og fyrir upplýsingar um þjálfun á Facebook.com/srthjalfun