Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Nov 11, 2020

Jóhann Ingi Gunnarsson er sálfræðingur að mennt en breytingastjóri að eigin sögn. Hann er maður margra hatta: þjálfar stjórnendur og fólk í ábyrgðarstöðum (afreksfólk í íþróttum, forstjóra, pólitíkusa…), heildsali á daginn, handboltaþjálfari, kennari, fyrirlesari og faðir.

Sjálfur á Jóhann framúrskarandi feril sem handboltaþjálfari en hann tók m.a. við handboltalandsliðinu aðeins 23 ára gamall og fór svo sem sálfræðingur liðsins til Beijing 2008.


Í þessum þætti förum við yfir lykilatriði lífs einstaklingsins, ef svo má að orði komast. Jóhann leiðist meðalmennska og starfar við að hjálpa fólki að skara fram úr, laga hjónabönd, leiða fólk upp úr kvíða, depurð og þunglyndi og hafa gaman af lífinu almennt.

Reynslan hans markast ekki bara af fyrri störfum, Jóhann og konan hans eignuðust fatlaðan dreng sem mótaði lífsviðhorf þeirra til framtíðar.