Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Nov 4, 2020

Bogi Nils, forstjóri Icelandair hóf störf hjá Icelandair rétt eftir fjármálahrunið 2008. Hrunið var ekki eina brekkan sem Icelandair átti eftir að klífa: eldgosið í Eyjafjallajökli, kyrrsetning MAX vélanna, samkeppnin við WOW air og nú síðast heimsfaraldurinn Covid.

Það hefur nýst Boga vel að vera vinnusamur síðustu mánuði, enda með reynslu af næturvinnu í síldinni á Eskifirði í æsku.

Nýlega lauk fyrirtækið vel heppnuðu hlutafjárútboði en þar bættust við 7.000 nýir hluthafar. Bogi talar hér um hvernig það er að reka flugfélag í heimsfaraldrinum sem varð þess valdandi að fyrirtækið flaug 3% af leiðarkerfum sínum í september síðastliðnum ásamt því að fara yfir eigin feril.