Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Oct 21, 2020

“Gísli, hvað ertu að gera í Eyjum þegar þú getur komið til Reykjavíkur og orðið ríkur.”

- "Ég er í Vestmannaeyjum, þetta er einn af fallugustu stöðum í heimi. Ég er með veitingastað þar sem get gert hvað sem ég vil. Ég á 4 börn og konu sem ég elska út af lífinu... ég held ég gæti bara ekki verið ríkari. Þó svo að Slippurinn sé ekki að skila einhverjum peningum þá bara skiptir það ekki máli - hvað vill maður gera við peninga?"

 

Gísli Matthías fór á sjóinn til þess að átta sig á því að hann langaði aldrei þangað aftur. Hann vann við framkvæmdir á veitingastað þegar einn daginn mætti ekki uppvaskari. Gísli hljóp í hans skarð og fann sig allt í einu á 16 tíma kokkavöktum, takandi fyrstu skrefin í áttina að því að verða einn besti kokkur landsins. Hann opnaði Slippinn, veitingastað í Vestmannaeyjum, á sumrin og safnaði sér pening sem hann eyddi svo á veturna til að læra af bestu kokkum heims á þriggja Michelinstjörnu veitingastöðum í New York og elda fyrir milljarðarmæringa í skíðaskálum.