Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Sep 9, 2020

Helgi Rúnar Óskarsson fór víða áður en hann tók við einu elsta og verðmætasta vörumerki Íslands og gjörbreytti rekstri þess.

Eftir menntaskóla fékk hann draumastarfið á Bylgjunni sem útvarpsmaður og sá meðal annars um fyrsta vinsældarlista Bylgjunnar. Hann vissi samt að hann vildi fara út í sinn eigin rekstur og eftir nám í Bandaríkjunum opnar hann Subway í Danmörku, aðeins 28 ára gamall. Reksturinn var Helga vonbrigði en hann tekur við Dale Carnegie á Íslandi í kjölfarið og notar aðferðafræðina sem þar er kennd til að loka á efasemdirnar um sjálfan sig og byggja upp sjálfstraust aftur. Hann og konan hans selja svo heimilið sitt til að fjármagna kaupin á 66° Norður og Helgi tekur við sem forstjóri fyrirtækisins árið 2011, en frá 2011 til 2018 tvöfölduðust tekjur 66° Norður.

 

Helgi er með ótrúlegan drifkraft, en hann setti sér til dæmis markmið aðeins 25 ára gamall að hann ætlaði sér að verða 100 ára gamall (sem þótti ekki algengt á níunda áratugnum) og er með líftstíðarsamning við sjálfan sig um að hreyfa sig alltaf, sama hversu brjálað er að gera. Hann er vel að sér í fræðum tengdum hreyfingu, heilsu, uppeldi, rekstri og les sér til um allt það sem kveikir áhuga hans. Einstaklega hvetjandi spjall fyrir alla þá sem vilja skora á sjálfa sig og ná árangri.