Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


May 20, 2020

Hreggviður Jónsson fæddist á Þórshöfn, 350 manna bæ á Langanesi. Hann tók virkan þátt í raunhagkerfinu: vann í fiski, fór á sjó og var verkstjóri í frystihúsinu á Djúpavogi aðeins 19 ára gamall.


Úr Samvinnuskólanum á Bifröst fer hann í Harvard Business School og er fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast þaðan. Eftir nám gegnir Hreggviður ýmsum störfum fyrir meðal annars McKinsey í Stokkhólmi og öðrum forstjórastörfum hérlendis.


Hann endar á því að segja upp sem forstjóri Stöð 2 og gengur út í launalaust atvinnuleysið með skýrt markmið um að fara út í eigin rekstur. Sá rekstur velti 20 milljörðum í fyrra.