Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 5, 2018

Stjörnukokkurinn sem prýðir matvörur í búðarhillum landsins, gefur út vinsælustu matarbækur landsins og rekur vinsælustu veitingastaði landsins.

Solla hefur svo sannarlega sögu að segja.

Við förum yfir hvernig Yoga, hugleiðsla og bætt mataræði var úrslitakostur hjá henni þegar hún var að glíma við slæmt ofnæmi sem leiðir síðan að atvinnu hennar í dag, við ræðum tattooin hennar, hvernig hún fann sína ástríðu í lífinu og vegferð hennar í viðskiptum.

Hún var að koma frá ársdvöl í Danmörku þar sem hún opnaði tvo nýja Gló staði, hún heldur fyrirlestra um allan heim, tekur á móti stórstjörnum á borð við Ben Stiller, Neil Young, Gwyneth Paltrow og Beckham hjónunum þegar þeim vantar einhvern til að elda almennilegan mat fyrir sig hér á landi, og svo er hún mætt á vaktina á Gló klukkan 6 á morgnanna, skrælandi og saxandi grænmeti, fáránlega fersk og svo virðist með endalausa orku eins og þið heyrið fljótt í þessu viðtali.