Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 1, 2023

Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum seinna sást til Bjarna prútta á götumörkuðum í Tælandi sem varð til þess að honum var boðin staða í bankageiranum en hann vann sig hratt upp á þeim vígvelli og var orðinn bankastjóri Íslandsbanka fyrir þrítugt.

 

Við köfum í þennan persónulega og þjóðfélagslega uppgang sem átti sér stað um aldamótin en Bjarni gerir vel grein fyrir aðstæðum sem Íslendingar bjuggu við í stöðnunarhagkerfinu hér á árum áður. Bjarni á sér viðburðarríkt líf utan vinnu en hann er fjögurra barna faðir, hefur m.a. klifið Everest, hlaupið maraþon undir þremur tímum margsinnis (54 ára!), klifið 100 hæstu tinda Íslands, 7 hæstu tinda hverrar heimsálfu og aldrei ýtt á snooze takkann.