Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Feb 23, 2022

“Ég hafði ekki áhuga á að vera í þessu lífi eina sekúndu í viðbót. Ég ætlaði aldrei að snerta kjuðana aftur og það var svo góð tilfinning. Það er besta tilfinning sem ég hef fengið að hætta í Quarashi.”

Sölvi Blöndal einsetti sér að verða besti trommari í heimi og nýstofnuð hljómsveit hans, Quarashi, var fínasti vettvangur til þess. Quarashi sló í gegn á heimsvísu, komu Jinx á Billborad listann, hituðu upp fyrir Eminiem og Prodigy, túruðu fyrir ofuraðdáendur í Japan en hljómsveitarmeðlimir gátu ekki meir.

Með sína maníu-nálgun á lífið settist Sölvi, þá 30 ára, á skólabekk með íslenskum aðdáendum sínum. Eftir útskrift er hann ráðinn inn í Kaupþing af Ásgeiri Jónssyni, þaðan yfir til Gamma og árið 2017 er hann kjörinn hagfræðingur ársins.