Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Feb 9, 2022

Gerður er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem er bæði framúrskarandi fyrirtæki og skuldlaust. Hún er ekki hámenntuð í viðskiptum og markaðsfræði, raunar hefur hún hvorki lokið háskóla- né menntaskólagöngu, en hlaut nýverið titilinn Markaðsmanneskja ársins. Aðferðir Gerðar eru einfaldar og 'ghetto'. Hún hefur þurft að hafa fyrir hlutunum, farið í gjaldþrot, verið hrædd við peninga og fundið sig grátandi af óhamingju í nýja Benzinum sínum þegar hún loksins eignaðist þá.