Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Nov 3, 2021

Þrátt fyrir að hafa bæði opnað og nefnt B5 er Gunnar Karl líklega þekktastur sem eigandi Dill. Brösótt byrjun staðarins (þar sem eigendurnir lokuðu staðnum nokkur kvöldin og fóru sjálfir út að borða) benti ekki til að þetta yrði eini Michelin staður landsins í náinni framtíð. Gunnar hefur farið víða og bauðst að opna stað í New York. Hann flutti út með 4 barna fjölskyldu og var stuttu eftir opnun búinn að vinna sér in Michelin stjörnu á þeim stað líka - áður en fréttir bárust að Dill hafi misst sína stjörnu sem þýddi að okkar maður flutti heim með stjórfjölskylduna til þess eins að endurheimta stjörnuna.

Hér ræðum við veitingarekstur, sögur af ferli Gunnars, að opna stað í hruninu, hvatann í því að sjá ekki eftir því að láta ekki reyna á hlutina og hvernig Gunnar er aldrei sáttur og passar að staðna ekki í starfi.