Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Sep 29, 2021

Það var rækilega skellt á andlitið á honum þegar Snorri Magnússon, sundkennari og þroskaþjálfi, hóf að kenna ungbarnasund hér á landi fyrir 30 árum. Hann ákvað því að kenna sínum eigin börnum en forvitnir foreldrar af fæðingadeildinni fengu að fljóta með. Í dag hefur Snorri kennt rúmlega 7.000 börnum og eftirspurnin svo mikil að nýbakaðir foreldrar þurfa að mæta inntökuskilyrðum og sýna bæði metnað og áhuga til að komast að. Sundkennslan er þekkt um allan heim með milljónir flettinga á vísindarannsóknum og myndböndum af börnum standandi í lófum Snorra á samfélagsmiðlum.

Allt snýst þetta um örvun hreyfiþroska barnanna og Snorri situr ekki á skoðunum sínum þegar kemur að uppeldisaðferðum sem gagnrýna ögrandi umhverfi ungbarna.

 

“Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar það kemur að börnum, ekki neitt. Það hefur allt verið gert áður. Það er bara meira vitað um heilann og þroska hans.”