Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 17, 2019

Fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og leikmanni Al-Arabi var flogið beinustu leið inn í podcaststúdíóið frá Katar fyrir sérstakan hátíðarþátt hlaðvarpsins. Aron hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en í stað þess að leggjast í volæði heldur hann sér uppteknum með stífri sjúkraþjálfun, endurhæfingu og framleiðslu á nýju snyrtivörumerki sem hann þróaði með Kristbjörgu, konunni sinni, undir merkjum AK Skin Pure.

Hér verður farið yfir ferilinn, að taka við fyrirliðabandinu 23 ára gamall, andlegu hlið fótboltamannsins, breytinguna sem fylgir því að fá allt í einu borgað fyrir að spila fótbolta, höfnunina við að komast ekki á HM 2014 og símtalið við Óla Stef fyrir síðasta leik í umspili HM 2018.