Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 20, 2019

Andri Snær hóf ferilinn tvístígandi með útgáfu á ljóðabók sem seldist svo vel að hún dugði fyrir fyrstu útborgun á íbúð og sló sömuleiðis á efasemdir um val á framtíðarstarfi. Hjá minni kynslóð er Andri líklega best þekktur fyrir Söguna af bláa hnettinum, barnabók sem mamma mín las fyrir mig fyrir svefninn á sínum tíma. Nú, 20 árum síðar, gaf Andri út nýja bók, Um tímann og vatnið, sem ég treysti mér til að lesa sjálfur í þetta skiptið. Bókin er bæði hávísindaleg og stórskemmtileg, eitthvað sem hvaða rithöfundur sem er fléttar ekki auðveldlega saman.