Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 19, 2018

Það er mikil leynd yfir störfum sveitarinnar og þeim sem í henni starfa en þessir tæplega 50 karlmenn sem mynda sérsveit ríkislögreglustjóra eru síðasti hópur manna sem hægt er að reiða sig á í hættulegum aðstæðum. Það er engin önnur sveit sem fékk betri eða sérhæfðari þjálfun, það er enginn her sem styður við bakið á þeim og það er ekki í boði af flýja aðstæðurnar eða fara veikur heim ef þér líst ekki á blikuna.

Runólfur Þórhallsson er aðalvarðstjóri sérsveitarinnar. Hann fræddi mig um hvaða eiginileika sérsveitarmenn þurfa að hafa, hvernig þeir eru síaðir út í inntökuferlinu, hvaða kröfur eru gerðar til sérsveitarmanna, hvaða áhrif svona starf hefur á fjölskyldulífið og andlega heilsu, af hverju flest vopnuð útköll enda ekki í fjölmiðlum og í hvaða aðstæðum hann hefur sjálfur þurft að takast á við í starfi.

"Sérsveit ríkislögreglustjóra er hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggismál, þar með talin hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin annast handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála.

Sérsveitin sinnir mikilvægu hlutverki varðandi hryðjuverkavarnir svo sem vegna árása, sprengjutilræða, gíslatöku, flugrána og sjórána. Sérsveitin ber þannig ábyrgð á aðgerðum vegna hryðjuverkaviðbúnaðar á sjó og landi og undir hana falla samningaviðræður við gíslatöku og viðbúnaðar vegna sprengjutilfella."