Preview Mode Links will not work in preview mode

The Snorri Björns Podcast Show


Dec 12, 2018

Heiðar Logi var vægast sagt til vandræða í æsku. Hann var orkumikill og með mikinn athyglisbrest sem leiddi til daglegrar mætingar til skólastjórans og á endanum brottrekstrar úr skóla. 

6 ára gamall fór hann á Rítalín og eftir því sem tíminn leið var skammturinn stærri og stærri þar til Heiðar fékk nóg og ákvað að hætta á öllum lyfjum, þá orðinn 16 ára gamall, þunglyndur, kvíðasjúklingur og að eigin sögn alveg persónuleikalaus.

Hann var með verðugt verkefni fyrir höndum sem fólst í því að hætta að drekka, sörfa við Íslandsstrendur og kynnast sjálfum sér upp á nýtt.